Fróðleiksmolar

Ágæti lesandi.
Ef þú býrð yfir fróðleik í sambandi við myndlist og hverskonar föndurvöru væri ánægjulegt að þú sendir hann til okkar svo sem flestir geti notið hans hér í fróðleikshólfinu.
                                          

j0439318[1]

Fróðleikur
Vissir þú að það er ekkert blý að finna í blýöntum, heldur er notað svokallað grafít sem blandað er saman við vatn og leir. Þessi blanda er síðan pressuð í stangir við mikinn hita. Ástæðan fyrir því að blý er nefnt blý í blýöntum er sú að Englendingur nokkur taldi sig hafa fundið blý í jörðu. Síðar kom í ljós að svonefnt blý reyndist vera grafít. Samkvæmt því sem sagt er í blýantasafninu í Cumberland "Stormur mikill geisaði í Borrowdale á Englandi um miðja 16. öld, sem reif upp tré með rótum og undir þeim kom í ljós dökkt efni sem í fyrstu var talið vera blý. Um 200 árum seinna uppgötvaði enskur vísindamaður að efnið var ekki blý, heldur tegund af kolefni. Efnið var nefnt grafít en það mun vera gríska orðið yfir ,,að skrifa’’ vegna þess að fólk notaði efnið til þess. Fyrstu blýantarnir voru molar af grafít sem smiðir og listamenn notuðu mikið, sem hægt var að skrifa á hluti án þess að rispa eða skemma efniviðinn’’ (sögumoli) 

        
gamlirpenslarartie[1] Olíulitapenslar:
Allir geta verið sammála um að það er ánægjulegt að mála með nýjum og góðum penslum. Allt of oft gerist það að penslarnir verða harðir og stífir af málningu en ekki hefur verið hægt að hreinsa nægilega úr þeim, hún harðnar þá upp við málmhólkinn sem hárin eru fest upp í. Þá er öll sveigja og mýkt (sem er eftirsóknarverður eiginleiki)   pensilsins horfinn. Til er gott einfalt ráð til að forðast þessa skemmd á penslum. Áður en pensill er notaður er hann gegnvættur í matarolíu alveg upp að málmhólkinum. Olían liggur þá í hárunum við málmhólkinn og liturinn kemst ekki  fyrir, mýkt háranna í penslinum helst lengur. Þetta má endurtaka af og til ef ykkur finnst litur vera að setjast í hárin. Ath. Aðferðin hentar samt alls ekki fyrir vatnslitapensla.

j0438347[1] Þegar skipt er um liti inn á milli í olíumálverki er gott að strjúka sem mest af litnum í bómullarklút, hreinsa síðan pensilinn upp úr sansodor eða jurta-terpentínu, þetta eru hvoru tveggja efni sem einnig má nota til að þynna litina, án þess að minnka nokkuð gæði og endingu litanna. Grillvökva eða white spritt er í lagi að nota til hreinsunar en gæta verður þess að þurrka vökvann vel úr penslinum áður en litur er settur í hann aftur og haldið er áfram að mála.
Það er staðreynd að mínerölsk terpentína til hreinsunar fer ekki vel með pensla, hún er unnin úr óhreinni jarðolíu sem eyðileggur gæði litanna, notið heldur penslasápuna, penslarnir endast lengur og hún er umfram allt náttúruvæn og nærir hár penslana meðan þeir eru ekki notkun.                                                                                                        
Góð hreinsunaraðferð á olíupenslum er að strjúka sem mest af litnum í bómullarklút (alls ekki toga í hárin við hreinsun) hafið penslasápuna í litlu íláti sem þið skolið pensilinn úr, skolið hann síðan vel undir volgri vatnsbunu. Látið pensilinn   svo liggja á hliðinni á meðan hann þornar. Þegar pensillinn er alveg þornaður þá er í lagi að hann standi upp á endann    en alls ekki fyrr, því þá er hætt við að límingar og festingar háranna gefi sig fljótlega. GH

Kennslumyndbönd

Hér til hliðar er hægt að skoða kennslumyndbönd ýmiss fyrir föndur eða myndlist

kno glerm2

Föndurhugmyndir

glermálun
Glermálun
kno lampi
Lampi
kno perlustjarna
Perlustjarna
kno servettubox
Servettubox
kno serviettulampi
Servettulampi
kno servietturammi
Servetturammi
kno skraut hjarta
Skrauthjarta
kno bok med hjarta
Bók með hjarta
kno glermalun
Glermálun
kno postulinsmalun
Postulínsmálun
kno kudungar i ramma
Kuðungar í ramma
kno seria i vasa
Sería í vasa
kno seria kudungar
Sería-kuðungar
kno seria
Sería
kno thaefdir eggjavarmar
Þæfðir eggjavarmar
kno thaefing
Þæfing


mynd5[1]

Litakort

Hér eru að finna öll litakortin

fyrir olíu og akrylliti frá Winsor & Newton

cleanbrush

Umhirða Pennsla

Það getur breytt miklu í líftíma pensla að séð er rétt um þá, og geta vandaðir penslar endast til lífstíðar. Hér fyrir neðan eru ráð til að sjá vel um pensla.

Ráð 1: Muna að hreinsa pensilin vel og vandlega.

Hreinsun vatnsmálningu úr pennslum

Þegar litarefnið safnast upp í efri part pensilsins, ýtar það hárunum í sundur og getur komið í veg fyrir að oddur myndast á penslinum. Til að koma í veg fyrir það, er vatnslitapennsillinn þurkaður hreinn með klút sem safnar ekki upp rafmagni (t.d. micro-fiber klúti) og skoldið með hreinu vatni. Síðan skal notast við milda sápu og kalt vatn, og penslinum snúið vandlega og varlega um lófan og skolaður. Skolið pensilinn endurtekið þar til að vatnið og sápan hafa skolast alveg úr pensilinum.

Hreinsun olíumálningu úr pennslum

Þegar unnið er með olíu, er notast við tusku til að fjarlægja eins mikið af málningu og hægt er úr penslinum. Síðan er afgangurinn af málningunni skolaður úr penslinum með að nota pennsla hreinsir (t.d. pennsla sápu eða Winsor & Newton Artists' White Spirit). Síðan, líkt og þegar þvoðar eru hendur, berið á sápunna og skolið með volgu, en ekki heitu vatni, þangað til að hvorki litur né sápa rennur úr pensilinum.

Hreinsun akrýlmálningu úr pennslum

Það er svipuð umhirða sem er í akrýlmálningu og vatnslita pennslum. En einnig smá munur. Eins og þegar að leysiefni beisuðum varnish (t.d. terpentínu) er notuð þarf að hreinsa það af með sérstökum efnum, eins og Winsor & Newton Artists' White Spirit, en ef að notast er við vatn beisuð varnish og önnur íblöndunarefni er nóg að hreinsa þau af með sápu og vatni.

Það þarf að hreinsa akrýl málningu af með mildri sápu og köldu vatni. Til að hreinsa liti almennilega úr penslunum er hægt að láta þá lyggja í penslahreinsi yfir nótt, það mun hreinsa allan þornaðan akrýl lit sem myndast hefur í penslinum. Endurtakið hreinsunarferli þar til að enginn litur né sápa kemur úr pensilinum.

Ráð 2: Að vita hvað ber að forðast

Vatnslitapennsla umönnun

Vatnslitapennslar eru fíngerðir, og sterk sápa getur eyðilagt hárin með að fjarlægja náttúrulegar olíur úr þeim. Haldið vatninu volgu, en ekki heitu, þar sem að heitt vatn getur látið málninguna í penslinum storknað í pennslinum.

Olíumálningapennsla umönnun

Haldið þeim frá þvottaefnum, þau geta skemmt hárin á burstanum. Einnig ber að forðast PAINT STRIPPER. Margir listamen hafa notast við þessar aðferðir til að lífga upp á pennsla með þurrkaðari málningu í, en það er hætta á að það afmóti lögun pensilisins.

Akrýlmálningapennsla umönnun

Það mikilvægasta í umönnun þegar kemur að akrýl er að leyfa ekki málningunni að þorna í burstanum eftir notkun, þar sem að eftir að málningin þornar er hún orðin hörð og óleysanleg, líkt og hart plast. Munið að þvo penslana strax eftir notkun, og ef að þú getur ekki þvegið þá meðan að þú ert að mála er hægt að leggja þá í bleyti á meðan, en mikilvægt er að þvo hann við fyrsta tækifæri.

Ráð 3: Endurmótun, þurkun og geymsla

Vatnslita og Akrýl pennslar

Við hreynsun penslana er mikilvægt að hreinsa í burt allt umframm vatn, og hafa þurrt skaft sem og FERRULES, svo skal endurmóta hausin á pennslinum og hann látinn þorna með hausinn upp í loft. Ef tekið er eftir lita bletti i hárunum þarf ekki að hafa áhyggjur ef hann er samt hreinn, það mun ekki hafa áhrif á frammistöðu pensilisins. Þegar kemur að geymslu er best að setja penslana í krukku eða eitthvað svipað ílát þar sem að hárin snúa upp, og einungis geyma þá þar þegar þeir eru orðnir alveg þurrir.

Olíu pennslar

Fylgið sömu skrefum og hér er lýst fyrir ofan með vatnslita og akrýl pennsla. Ef að verið er að geyma svínshára pennsla til lengri tíma skal vera viss um að þeir eru hreinir og algjörlega þurrir. Box með loki eru tilvalin til að geyma pennsla því þau koma í veg fyrir utanaðkomandi skemmdir, og jafn mikilvægt er að allt sé þurt til að koma í veg fyrir myglu.

modpodg

Mod Podge

Til að fá hugmyndir hversu fjölbreytt Mod Podge er bæði hægt að skoða á síðum sem og Pintrest,
eða á sérhæfðum bloggum eins og Mod Podge Rocks sem inniheldur ýmsar hugmyndir sem hægt er að framkvæma með aðstoðar Mod Podge.

Hvað er Mod Podge?
Mod Podge er límlakk sem má bera á yfirborð til að líma hluti við þá, bera yfir og innisgla yfirborðið eða sem loka áferð.

Smiðjuvegi 5 | 200 Kópavogi | Sími : 552-2500 og 551-2242(skrifstofa) litirogfondur@simnet.is

Vertu með okkur á facebook