Fatalitir-DEKA aktuell

Fatalitir-DEKA aktuell

DEKA Fatalitir

Til notkunar á öll náttúruefni. Til að góður árangur náist,verður efnið sem lita á, að vera nýþvegið ( án steiningar ) og án mýkingarefna.

Deka þvottavélalitir lita öll náttúruefni, einnig allt að 50 % blönduð gerviefni. Ath að ull og silki er ekki hægt að lita í þvottavél. Litarstyrkur minnkar eftir magni gerviefnis.

Deka aktuell.

Aktuell fataliturinn litar öll náttúruleg efni og nær sama árangri hvort sem litað er í höndunum eða þvottavél. Liturinn þolir suðuþvott. Hver pakki af lit inniheldur 10 gr. af litarefni. Ef fullur litarstyrkur á að fást þarf að nota 1 pk. af festir og 150 gr. af grófu matarsalti, á móti 250 gr. af þurrvegnu taui. Ef hinsvegar á að lita flíkina í ljósum tón er notað sama magn af lit og festir en 300 gr.af salti á móti 500 gr. af taui. Pastellitir ( mjög ljósir litir ) fást með 1 pk. af lit, 1 pk. af festir ásamt 600 gr. af salti, á móti 1000 gr. af taui. Ath: Þegar litað er silki er 1/2 pk. af festir á móti 1 pk. lit. Að öðru leyti er sama aðferð notuð.

Til þess að góður árangur náist þarf efnið sem lita á að vera hreint , án steiningar, sem oft er í nýjum efnum og án mýkingarefna . Gæta þarf þess að tauið hafi nægilegt rými í vélinni, annars er hætt við ójafnri litun. Ef litað er í höndunum þarf einnig að gæta þess að ekki þrengi að flíkinni í litunarílátinu og hún fari hrein og blaut í litarupplausnina.                   

Handlitun: saltið er leyst upp í vatninu sem lita á tauið í . Litarefnið er leyst upp í c.a. 1/2lítra af heituvatni hrært saman við saltvatnið. Festirinn er leystur upp á sama hátt og settur út í litablönduna, rennblaut flíkin  sett út í  og hrært  í  þær 40 mín. sem litunin stendur yfir skal alltaf gæta þess að hræra vel í litabaðinu af og til þannig að liturinn setjist ekki til. Eftir litun er flíkin skoluð vel með köldu vatni þannig að allur afgangslitur skolist úr.

Þvottavélalitun: Þegar lita á í þvottavél, er flíkin sett hrein ásamt hæfilegu magni af salti ( sjá hér fyrir ofan ) í tromluna. Síðan er vélin stillt á 30 - 60 gráður eftir því hvað efnið þolir mikinn hita ( Ath. notið ekki forþvott ). Bíðið þar til efnið er orðið gegnblautt og vatnið hæfilega heitt.  Þá er litarefnið leyst upp í c.a. 1/2 ltr. af heitu vatni og hellt í sápuhólfið. 5 mín. seinna er það sama gert með festinn. Flíkin þarf síðan að vera í litarupplausninni í 40 - 60 mín. Vélar sem ekki hafa 40 mín. langt prógramm þarf að stöðva áður en dæling hefst og láta þær byrja aftur á prógramminu. Þvoið flíkina strax á eftir í mildu sápuefni til að það litarefni sem ekki notast við litunina skolist burt . Þá hreinsast einnig þvottavélin. Þrífið sápuhólfið að innan. Æskilegt er að næsti þvottur eftir litun sé dökkur í öryggisskyni.   

Smiðjuvegi 5 | 200 Kópavogi | Sími : 552-2500 og 551-2242(skrifstofa) litirogfondur@litirogfondur.is

Vertu með okkur á facebook